Um mig og vefinn

Something for fun!
 
Vefur í vinnslu

Allir góðir hlutir gerast hægt…

Ég á eftir að skrifa eitthvað um mig, en er á fullu í að klára að koma honum í loftið.  Það er allaf erfiðast að gera þessa síðu… þ.e.a.s. “um mig” síðuna.  Hún verður vonandi tilbúin fljótlega sem og annar texti, en á meðan þarf ég bara að notast við “bull texta” svona rétt á meðan.

Til þess að vefurin sé ekki alveg tómur er markmiðið að setja hér inn eitthvað af þeim aragrúa ljósmynda sem ég hef tekið í gegn um tíðina…  Margar þeirra fá þó þess heiðurs að-njótandi að fá að vera hluti af heildar útliti vefjarins. 

Þetta er að sjálfsögðu einn mikilvægasti þátturinn í þessu öllu saman… að taka upp myndavélina og mynda!  Raunar er þetta einnig tilgangur þessa vefjar en hann á að vera smá hvatning til að ég fari og myndi meira en ég hef verið að gera…. 

Hver er ég?

Ég heiti Sigrún Ólafsdóttir og er með ljósmynda- og vefdellu.  Ég mynda á Canon EOS Mark II og nota hinar ýmsu linsur sem ég hef til umráða. Ég mynda nánast allt sem gleður augað en vandinn er að finna tíma til að sinna  áhugamálinu í amstri dagsins. 

Ég er með B.A. gráðu í leikskólakennarafræðum frá Háskóla Íslands og vinn sem deildarstjóri á Heilsuleikskólanum Suðrvöllum í Sveitarfélaginu Vogum þar sem ég bý.

Vefurinn er í vinnslu og mun líklegast vera það í einhvern tíma en svo er planið að bæta reglulega inn meira efni.

Sigrún Ó

Mamman

myndefnið

Flokkar á blogginu

Dýr af ýmsum gerðum

Allt frá smáum skordýrum upp í stór landdýr af ýmsu tægi.  

Úr hverstagsleikanum

Sum augnablik eru bara þannig að það þarf að mynda þau

Blóm og annar gróður

Blóm og jurtir eru eitthvað sem gefa manni alltaf tilefni til myndatöku

Börn & annað fólk

Börn eru mitt uppáhaldsmyndefni. Hér eru þó aðallega myndir af mínum börnum. 

Ýmislegt

Allt annað sem ekki fellur undir hina flokkana. 

Fyrir og eftir

Ég sýni þér myndina beint úr myndavélinni og eftir  að búið er að vinna hana.

vefirnir mínir

Vefrún og fleyri góðir vefir…. 

Eins og áður kom fram er ég með vefdellu. Þessi della hefur verið mjög slæm allt frá árinu 1998.

Einkenni dellunar felast aðallega í því að útbúa allskonar vefi og/eða útlit á vefi af ýmsum toga.

Fylgstu með

Ég er með síðu á Fésbókinni.  Þér er velkomið að tölta yfir og "læka".  Það auðveldar þér að fylgjast með þegar við setjum inn nýar myndir...