Leikið með liti 

Í garðinum…

Þessi mynd var tekin fyrir mörgum árum síðan og var eiginlega bara ein af alltof mörgum sem bara voru þarna án þess að fá nokkra athygli.  Hún getur kannski varla talist merkileg en samt… það var eitthvað sem sagði mér að prófa að gefa henni séns.  

Mér finnst altaf svoldið gaman að leika mér með vinnsluna, sérstaklega myndir sem eru af allskonar blómum og gróðri.  Ég var ekki með neina sérstaka hugmynd um hvernig ég vildi að útkoman yrði nema kannski að mig langaði til að hafa myndina pínu dramatýska.  Í sannleika sagt gerði ég “bara eitthvað” þar til ég var sátt við útkomuna.