Fyrir og Eftir

Drungalegur dagur og einmana tré

Þessi mynd er frá 2014, tekin þegar við fjölskyldan fórum saman í útilegu á fjölskylduhátíð hjá Rafiðnaðarsambandinu 20. – 23. júní það ár. Hún er ein af fjölmörgum sem teknar voru í ferðinni og hafði engan sérstakan tilgang þegar hún varð til.   Það var dumbúngs veður þennan dag, lágskýað og sólarlaust, en ekki mikill vindur, enda fremur skjólsælt þarna á svæðinu. 

Ég vann þessa mynd nær engöngu í Lightroom.  Ég hef lengi verið svolítið hrifin af þessu matta svarthvíta lúkki og er búin að nota það á þó nokkrar myndir í gegn um tíðina.  Það þarf kannski ekki að taka það fram að ég var löngu búin að búa mér til preset í Lightroom og því var vinnslan kannski ekkert mjög útpæld…. 

Fyrir áhugasama er hægt að nálgast presettið á öðrum vef sem ég hef til umráða…..   

[Slóð kemur síðar – eða þegar sá vefur er tilbúinn]