Í stúdíói
Arnbjörg… Stelpan með hattinn
Ég dreif hana Öddu mína með mér í smá stúdíó myndatöku. Hún klæddi sig í kjól og náði í hatt sem til var á heimilinu og þá var hún tilbúin í slaginn.
Reyndar átti alltaf eftir að taka hana í afmælismyndatöku en allt frá því að þessi stúlka kom í heiminn hafa verðið teknar af henni alveg sérstakar afmælismyndir. Málið er að þegar hún fæddist var hún sett í forláta Tupperware “hnoð” skál til að hægt væri að vigta hana, en á því auknabliki var líka tekin af henni fyrsta myndin.
Skálin góða hefur því átt það sérstaka hlutverk að vera “propps” í afmælismyndatökum af Arnbjörgu.